Trójumenn-Rómverjar-Júdah
William R. Finck Jr. 2007
Í Biblíunni, í fyrstu Konungabók 4:31, er viska og speki Salómons sögð meiri en margra annara manna:" Og hann var allra manna vitrastur, vitrari en Etan Esrahíti og Heman og Kalkól og Darda Mahólssynir, og hann var nafnfrægur með öllum þjóðum umhverfis." En eini staðurinn annar í Biblíunni þar sem þessi stórmenni er að finna er fyrsta Króníkubók. 2:6, þar sem við lærum að að Eðan, Heman,Kalkol,Darda, og Simri voru allir synir Sera, sonar Júda.
Í fyrstu Mósebók 46:12 lærum við að þegar Jakob fór til Egyptalands, hafi Sera farið einnig, en engir synir með honum. Þó að hann hafi eflaust flutt konu,eða konur sínar með sér(46:26), og Fares flutti tvo syni sína með sér, fór Sera til Egyptalands án afkomenda. Löngu síðar, í brottförinni frá Egyptalandi, sjáum við að afkomendur Sera voru með Ísraelsmönnum(Num. 26:20). Á meðan manntals skrárnar í eyðimörkinni, nefna ættkvíslir sona Fares(Num. 26:21), eru synir Sera, sem hljóta að hafa verið merkismenn, ekki nefndir fyrir sig.
- Read more about Trójumenn-Rómverjar-Júdah
- Log in to post comments